þriðjudagur, október 30

Amma mín...

er tívístar.... langflottust - eins og allir vita. Hún sér algerlega um sig sjálf, þrífur og gerir allt á sínu heimili, bíður reyndar fyrir jólin dætrum sínum og tengdadóttur í kaffi - sem þær þurfa að vinna fyrir (eins og hún segir sjálf) með því að hjálpa henni með jólahreingerninguna og á vorin er líka boðið í kaffi sem þarf að vinna fyrir með því að hjálpa henni við vorverkin í garðinum.... Vona bara að svona heilsuhreysti leggist í ættir :)

Endilega horfið á myndbandið úr Kastljósinu - og takið eftir MÉR - hahahaha talandi um að TROÐA sér í sjónvarpið!!!!!

þriðjudagur, september 18

Partý - Partý....

Í TILEFNI AF ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM AÐ FLYTJA Í HIÐ SANNA LÍF, ÞAR SEM ALLIR KEPPAST AÐ VIÐ AÐ HAFA ÞAÐ BETRA EN NÁUNGINN, ÞÁ LANGAR OKKUR AÐ BJÓÐA Í SMÁ PARTÝ, SVONA BLESS...BLESS PARTÝ.

HERLEGHEITIN VERÐA ÞANN 29.SEPTEMBER OG HEFJAST KL. 20:00, "STUNDVÍSLEGA", (SKILJI ÞEIR SEM VILJA) OG FARA FRAM AÐ BLÁKELDUVEGI 106.

EIN AF MEGINÁSTÆÐUM BOÐSINS ER EINNIG SÚ, AÐ VÍNBYRGÐIRNAR, Þ.E. ALLAR ÞESSAR HÁLFFULLU FLÖSKUR SKULU TÆMAST, MAÐUR MÁ JÚ EKKI FLYTJA VÍNANDANN MILLI LANDA



Hlakka til að sjá ykkur ÖLL!!!!!!!!



kv Gréta Rún og gemalen

fimmtudagur, ágúst 16

Framhald.....

Já er ekki best að ég komi með framhald af "augasögunni".

S.s. fimmtudaginn í síðustu viku fór ég aftur til læknisins, og þá var hún búin að gera allt klárt fyrir innlögn fyrir mig - trúði ekki að ég myndi ná að losna við sýkinguna sjálf og hélt að það yrði að skera í hornhimnuna til að ná "sýkingar pollunum" upp. ENNN svo þurfti sko aldeilis ekki - mín var orðin svo góð - og dugleg að vinna á þessu sjálf. Læknirinn sagði okkur svo að hún hefði orðið svo hrædd, þvi hún hafi aldrei séð svona mikla sýkingu - og trúði því alls ekki á, að maður gæti unnið sjálfur á henni. En já s.s. fullt af góðum fréttum við þessa læknisheimsókn. Götin á hornhimnunni aðeins 3 eftir, og sýkingin á undarhaldi... frábært!!!! Leiðinlegu fréttirnar voru þær að hún vissi ekki hversu miklum skaða sýkingin hefði valdið á sjóninni minni - það yrði að líða vika í viðbót áður en það væri hægt að skoða það, og svo að ég yrði að vera í veikindafríi í viku í viðbót - s.s. 14 daga frá því sýkingin blossaði upp. Það vegna þess starfs sem ég hef - hefði ég verið í "skrifstofudjobbi" hefði ég getað farið í vinnu eftir viku, en þar sem herpes veira í augunum á nýfæddu barni getur valdið blindu hjá þeim, mátti ég ekki komast í mikla nálægð við ungabörn.

Dagarnir hafa svo liðið ósköp hægt - erum búin að vera að dunda okkur hérna heim að mestu leiti - reyndar var OI að keppa í fótbolta á sunnudaginn og því var þeim degi eytt úti í Mou á Spar Nord cup.... aldrei leiðinlegt í góðu veðri og góðum félagsskap. Seinni partinn drifum við Lone okkur svo með börnin upp í Hesteskoven sem er baðstöndin okkar hérna í Aalborg Öst, voða notalegt hjá okkur - hittum meira að segja Dísu og co!!!

Á miðvikudaginn (í gær) byrjaði Oddur Ingi svo í skólanum - núna kominn í 1.bekk (eða klessu eins og hann kýs að kalla það) Rosa stór strákur. Okkur líst rosavel á kennarann hans - hana Jane K- hún er eins og hún segir sjálf "drottningin í sinni kennslustofu" s.s. það er hún sem stjórnar - veitir ekki af með alla þessa gaura í bekknum.

Nú svo í dag (fimmtudag) var svo komið að endurskoðunni hjá augnlækninum.
Staðan er svoleiðis núna - sýkingin er farin!!!! JIBBÝ.... en hefur skilið eftir sig 3 ör á hornhimnunni, en þar sem örin eru einungis í ytri kanti augasteinsins hefur það ekki mikil áhrif á sjónina. Sjónmælingin sýndi að ég hef misst 0,75, frá að vera -3,5 til að vera -4,25 á vinstra auganu - s.s. vinstra augað er orðið verra en það hægra - en só vott.... ég SÉ þó eitthvað!!!!

Það var því drifið í því að panta ný gleraugu - og eru þau væntanleg á fimmtudaginn i næstu viku - rosa spennandi!!!!

Endurkoma hjá augnlækninum líka á næsta fimmtudag - ásamt atvinnuviðtali hjá sjúkrahúsinu hérna í Álaborg (er reyndar frekar vonlítil um að fá vinnu þar, eru 3-4 stöður í boði og við 11 sem erum að sækja um, þar af 8 sem eru þegar að vinna í Álaborg, en þetta fer eftir því hversu margar afleysingastöður þær eru með).

Já svo að aðeins öðru en sjúkrasögum..... Er svo spennt yfir morgundeginum, við Bjarni erum boðin á Rold Storkro í stórveislu hjá Jane og Robert. Þetta er svona alsherjar veisla til að fagna fertugs afmælum þeirra beggja, koparbrúðkaupi þeirra, því að þau séu búin að vera trúlofuð í 20 ár og að Jane hafi útskrifast sem ljósa - allt á þessu ári!!! Við eigum að mæta kl 15;30 í léttan verð og svo er spjall og hygge til kl 19 þegar það er rosa flottur matur og svo ball eftir það. Öllum er svo boðið í gistingu á hótelinu og svo er brunch daginn eftir - algjör lúxus veisla s.s..

Oddur Ingi er líka að deyja úr spenningi yfir þessum degi, því hann er sko líka að fara að gera eitthvað spennandi. Hann er að fara í sveitina til Lars, með David og krökkunum - hann er rosa spenntur búinn að heyra svo mikið um þennan stað að hann getur ekki beðið eftir því að fá að sjá þetta og prufa sjálfur.

Það er sem sagt spennandi helgi framundan hjá okkur familýunni....

Meira síðar
kv Gréta Rún

miðvikudagur, ágúst 8

Götótt

OH já - klaufinn ég - alltaf að lenda í einhverju böl... klandri, og það nýjasta er sko alls ekkert sniðugt.

Á sunnudagsmorgunn þegar ég var að keyra til vinnu eldsnemma (6:30) fann ég að ég var með eitthvað í auganu, hélt kannski að linsan mín hefði eitthvað færst úr stað eða eitthvað komið í augað eða eitthvað álíka. Færði linsuna til en hélt samt áfram ferð minni eftir Mótorveginum í norður átt. Ég er búin að vera með þessar linsur síðan í jan 2004 og hef alltaf verið ákaflega sátt með þær, svona linsur sem ég þarf aðeins að skipta um einu sinni í mánuði, sef með þér og alles... algjörar lúxus linsur!!!!

Nú eftir þvi sem leið á daginn varð augað mitt meira rautt og rautt og mig sveið alveg ferlega undan þessu - tók linsuna út á tímabili en varð að setja hana aftur í til þess að geta séð eitthvað . Einn kvennsjúkdóma læknirinn stoppaði mig í kaffistofunni og spurði hvað væri í gangi með augað mitt... ég svo kúl á því sagði að þetta væri bara linsan AÐEINS að pirra mig, en hann hélt nú ekki - sagði að þetta væri örugglega "svær conjunctivitis" eða slæm djúp augnsýking og að ég ætti að taka linsuna út strax og fá lyf við þessu um leið og ég kæmist til læknis, því þetta væri slæmt!!!!!

Nú ég er voða góð og hlýði því sem kvennsinn sagði um augað og kippi linsunni úr um leið og ég er búin að vinna og keyri heim blind á öðru og alveg að drepast í verkjum í auganu, gat varla haft augun opin því mér fannst svo vont að fá sólarljós í augun - var samt með sólgleraugu, s.s. alls ekki skemmtilegur bíltúr á 120-130 km hraða á mótorveginum heim....

Þegar heim kemur hef ég strax samband við læknavaktina og fæ að koma þangað um leið - Bjarni minn og Oddurinn ræstir út (sá stutti ekki sáttur við röskunina og truflun í leiknum sem hann var í með vinunum) og við brunuðum á læknavaktina. Þegar þangað kemur lítur læknirinn i augað á mér og segir mér að þetta sé ekkert, ég hafi örugglega bara fengið sandkorn í augað - nó probb, þetta verði búið á morgunn - en að ég eigi að hringja ef þetta versni.

3 tímur síðar er ég alveg að farast - get varla haldið auganum opnu og er mjög ljósfælin - þoli birtu vægast sagt illa, þannig að ég hringi aftur og tala við lækninn. Hans svar var bara - nei sko þú átt að hringja þegar þetta er orðið miklu verra!!!!! Þannig að ég hlíði - raða í mig verkjatöflum og kem mér í bólið - enda sólahringsvakt daginn eftir. Vakna nokkrum sinnum yfir nóttina að farast úr verkjum - því reddað með meiri pillum....

Ræs kl 06:00 og þá er ekki sjens að ég geti opnað augað og það er orðið heví bólgið og ógeðslegt, bara það að það komi birta í hitt augað framkallar rosa verk í auma auganu. Ég hringi því til Hjörring og segi að ég þrufi að eiga frí alla vegna fyrri hlutan af vaktinni, verði að komast til augnlæknis fyrst. Skríð svo inn í ból aftur og kúri til rúmlega átta og fer þá að leita mér að augnlækni sem ekki er í sumarfríi - virtust vera það næstum allir.

Nú að lokum næ ég í einn sem ekki er í fríi og fæ að vita að ég eigi að koma strax til þeirra. Bjarni minn og Oddurinn aftur reknir af stað og núna með hálf skælandi mömmuna, alveg að farast úr verkjum og sá ekki neitt í þokkabót. Oddinum skutlað í Bifröst - rosa kátur að fara þangað aftur eftir 6 vikna sumarfrí, en Bjarninn keyrði mig til læknis og leiddi mig í gegnum bæinn þar sem ég sá jú ekki neitt (litum örugglega ferlega flott út - ég með mega sólgleraugu og hann í ermalausum bol og leiddi mig um allt - allir haldið að ég hafi fengið einn á ann...hehe).

Noh en já inni hjá augnlækninum fæ ég að vita að ég sé með MJÖG slæma sýkingu, Mjög slæma og að þetta líti illa út (hún tuggði svo á þessu endalaust að ég var næstum farin að skæla eins og þetta væri mér að kenna) og að það sé óvíst hvort ég muni fá fulla sjón á auganu aftur....
Þessi sýking væri búin að vera að grassera undir linsunum í alla vegna 10 - 14 daga og að þessar linsur sem ég sé að nota séu stórhættulegar virki svona eins og að vera í gúmistígvélum í einn mánuð án þess að fara úr þeim..... Sýkingin sé bæði herpes veira og svo bakeríusýking, og að sýkingin sé búin að gera 10 GÖT á hornhimnuna mína. Venjulega þegar fólk fær augnsýkingu þá fær það eitt gat og það sé slæmt - en ég sé með 10!!!! 'Eg megi því ekki nota linsur í alla vegna 4 vikur og þar sem þetta sé svo smitandi megi ég ekki fara í vinnuna í viku, eigi svo að koma aftur til hennar á fimmtudag. Var svo send af stað með recept upp á tvennskonar lyf sem ég þarf að troða í augað mitt 11 sinnum á dag!!!! (það er nú bara full vinna sko)

Mánudagurinn var svo hræðilegur í alla staði - var að farst úr verkum og gat ekkert gert - ýmidið ykkur hvað gerir maður þegar maður er veikur - maður horfir á sjónvarp, nei nei - ekki hægt að HORFA, lesa bók - nei nei ... gat ekki séð á það - hangir í tölvunni - nei nei gat ekkert séð...... eina sem ég gat gert var að hlusta á sjónvarpið, 24 news allan daginn!!!! (komst þannig vel inn í ástandið í heiminum í dag) Oddurinn í Bifröst allan daginn og Bjarninn að fylla á gám, LANGUR DAGUR.

Í dag er ég orðin heldur skárri - eða eiginlega MUN skárri - er farin að geta haldið auganu opnu - er meira að segja búin að vera með það opið í allan dag, og sé líka alveg slatta (en þó langt frá því að hafa fulla sjón) og svo hef ég meira að segja getað farið út - ljósfælnin farin að minnka........

Hvað doksi svo segir á morgunn verður spennandi - vonandi er þetta ekki eins slæmt og það leit út á mánudaginn - og að ég fái sjón á augað aftur - alla vegna að hluta!!!!

En núna er s.s. næsta skref að fara að velja mér gleraugu!!!!! Júbbí - or not!!!

kv frá Grétu Rún götóttu

þriðjudagur, júlí 24

Ljósukaffi

Ljósukaffi

Á síðustu öld (alla vegna á fyrri hlutanum og fram undir 1970/1980) áttu flestar konur börnin sín heima bæði á Íslandi og í Danmörku. Í Danmörkinni (veit ekki alveg með Ísland) var hápunktur fæðingarinnar Ljósmæðrakaffið (jordemoderkaffet), það er að segja kaffið sem boðið var upp á að lokinni fæðingu, ljósmóðurinni til heiðurs. Þetta voru ein helstu hlunnindi starfsins á þessum tíma, sem þá fól í sér oft margra tíma yfirsetu og miklar vökur.

Núna er minni fæðingu lokið – fæðingu minni sem ljósmóður. Þess vegna langar mig til að bjóða þér/ykkur fjölskyldunni í kaffi til mín. Þar sem vegalengdirnar eru langar og ekki margir sem geta skroppið til mín hingað til Álaborgar, ætla ég að skella mér til ykkar á Klakann í smá skrepputúr á milli vakta.



Kaffið verður haldið í safnaðarheimilinnu á Hellu föstudaginn 27.júlí milli klukkan 15 og 18.

Vonast ég til þess að sjá sem flesta í kaffiboðinu mínu, bæði til að fagna áfanganum með mér, til þess að minnast 30 afmælisins míns sem var á dögunum og líka bara svo ég fái að sjá ykkur og gleymi ekki hvernig vinir og ættingjar nú líta út!!!!

Þið megið gjarnan láta mig vita hvort þið komist – ég verð á íslandi 23. – 30. júlí og verð með símanúmerið 896 5504. Ef ekki næst í mig megið þið endilega reyna að hringja í hann Bjarna minn í síma 844 0119.

Kveðja Gréta Rún Árnadóttir Jordemoder (eða ljósmóðir)

miðvikudagur, júlí 4

Vinnandi kona


Helgin var eins og planað var tekin rólega, á laugardeginum var prinsinn okkar að keppa í fótbolta og foreldrarnir sátu á hliðarlínunni og klöppuðu fyrir kappanum sem auðvitað stóð sig eins og hetja, skoraði 2 mörk í úrslitaleiknum, sem þeir unnu 3-2. Voru svo dæmdir í annað sætið því þeir höfðu fengið fleiri mörk á sig....


Við mæðginin sæt á hliðarlínunni ;)






Á sunnudaginn var tjaldið okkar viðrað - enda ekki verið notað síðan síðasta sumar.

Vorum svo með heimalingana okkar, David og Sarah, ja eða vorum með - þau voru hér að leika með Oddinum, alltaf svo góðir vinir þessar elskur.










Svo er ég byrjuð að vinna... aaahhhhaaa, rosa gott að geta núna SJÁLF skrifað undir færslurnar sínar /jdm GRA...Flott ;)


En sjáið þið hvað ég á flott tré - tréið sem var bara afskorinn stofn þegar við fluttum hingað fyrir 4 árum, hefur heldur betur vaxið síðan, komnar rosa greinar og orðnar amk 2 metra háar og ÞESSI flotta sjón blasti við mér í vikunni þegar ég kíkti "undir" tréð - tréið er KIRSUBERJATRÉ!!!!!

Hvað gerir maður úr kirsuberjum???

föstudagur, júní 29

Jordemoder (jomo)

Já þá er þessum LLAAANNNGGG þráða áfanga náð - ég er orðin jordemoder (verð bráðum ljósmóðir líka), og þess vegna komin með prófskítreini og "autoritations bevis" upp á það.

Hérna er "mit hold - j04v" ásamt studierektor, vejleder-um, og yfirlækninum á fæðingardeild sjúkrahúsins í Álaborg - svo agalega flottar allar.






Við skvísurnar í grúbbunni minni endurtókum leikinn frá því á 4. önninni og fengum 11 á línuna ;)

Rosa duglegar - enda sáttar með okkur.

Hérna erum við skvísurnar á útskriftardaginn, ég Jane, Trine og Anna-Maja






Ég fékk hana Auði mína í heimsókn nokkrum klukkutímum eftir að ég kláraði prófið og skilaði henni svo á perronen (perrarónan) í morgunn og senda hana til hennar Friðsemdar. Yndislegt að hafa hana hjá okkur - hún er alltaf svo frábær, líka svo gott að hafa einhverja með sér á útskriftinni sjálfri - þessum stóra degi í lífinu. Olga Steinunn og Hannes og svo auðvitað kallarnir mínir líka, komu með á útskriftina og fengu að hrópa 3xhúrra - ákaflega oft ;)



En núna er það bara smá slökun um helgina - er búin að eyða deginum í að sækja um í jordemoderforeningen, A-kassa, Ljósmæðrafélagi Íslands og um íslenskt starfsleyfi - ætli ég sé að gleyma einhverju??



Á mánudaginn er það svo Hjørring Fødegang - á Sygehus Vendsyssel

Ein flott af prinsinum í restina ;)

Túrilú....

Gréta Rún - jordemoder....